Íþróttamaður Húsavíkur 2012

Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson úr Völsungi var valinn Íþróttamaður Húsavíkur fyrir árið 2012.  Kjörinu var lýst í gær í Íþróttahöllinni á Húsavík.

Í öðru sæti varð samherji Ásgeirs úr knattspyrnuliði Völsung, fyrirliðinn Hrannar Björn Steingrímsson.  Jöfn í þriðja sæti urðu frjálsíþróttakonan Auður Gauksdóttir Völsungi og skotíþróttamaðurinn Sigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Húsavíkur.

Árið 2012 var gott íþróttaár á Húsavík, árið  sem verður væntanlega minnst sem árinu sem Völsungar unnu sig upp í 1.deild á Íslandsmótinu í knattspyrnu.