Íþróttamaður Fjallabyggðar er skíðamaður ársins

Sævar Birgisson úr Skíðagöngufélagi Ólafsfjarðar er skíðamaður ársins 2014 hjá Skíðasambandi Íslands. Sævar náði þeim frábæra árangri á árinu að keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í Sochi og er það í fyrsta skipti í 20 ár sem Ísland á skíðagöngumann á Ólympíuleikum.  Árangur Sævars á Ólympíuleikunum var mjög góður en hann varð í 72. sæti í sprettgöngu og 74. sæti í 15.km göngu.  Sævar keppti á alþjóðlegum mótum víða erlendis auk þess að æfa af kappi á Íslandi, Ítalíu, Noregi og Svíþjóð.  Sævar náði sínum besta árangri á ferlinum á World Cup móti í Toblach á Ítalíu í janúar.  Sævar varð þar í 69. sæti aðeins 12 sekúndum á eftir fyrsta manni og fékk fyrir það 92 FIS punkta en lágmarkið fyrir Ólympíuleikana var 120 FIS punktar.

Sævar varð einnig fimmfaldur Íslandsmeistari í skíðagöngu en hann sigraði allar  einstaklingsgreinar á Skíðamóti Íslands sem fram fór á Akureyri.  Auk þess að verða Íslandsmeistari í 20 km. skíðagöngu karla sem fram fór fyrr um veturinn.  Sævar varð einnig bikarmeistari SKÍ á síðasta tímabili.

Sævar Birgisson var einnig valinn Íþróttamaður Fjallabyggðar 2014, fjórða árið í röð.

10915197_10152989645414939_4349601045296117357_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Texti: ski.is

Mynd: Facebooksíða Skíðafélags Ólafsfjarðar.