Íþróttamaður Fjallabyggðar 2011 er Sævar Birgisson skíðamaður. Árangur Sævars á árinu var glæsilegur: Íslandsmeistaratitill í karlaflokki bæði í sprettgöngu og 10 km göngu með hefðbundinni aðferð. Sævar var einnig í öðru sæti í 15 km göngu karla með frjálsri aðferð auk þess sem hann gekk þriðja sprett í boðgöngusveit SÓ sem varð í öðru sæti á sama móti. Sævar var valinn í A-landslið SKÍ og æfir íþrótt sína af miklu kappi, hann er mikil fyrirmynd fyrir iðkendur félagsins. Langtímamarkmið hans er að ná lámörkum fyrir Ólympíuleikana 2014 sem fram fara í Rússlandi.

Í ár urðu þessir íþróttamenn fyrir valinu í einstökum greinum:

Skíði 13-18 ára: Alexía María Gestsdóttir og Jón Óskar Andrésson.

Tennis og Badminton 13-18 ára: Jakob Snær Árnason og Guðrún Hulda Ólafsdóttir, 18 ára og eldri Arnar Þór Björnsson.

Hestaíþróttir 13-18 ára: Finnur Ingi Sölvason og Eva Dögg Sigurðardóttir, 18 ára og eldri Guðlaugur Magnús Ingason.

Íþróttir fatlaðra 13-18 ára: Sigurjón Sigtryggsson.

Frjálsar íþróttir 13-18 ára: Patrekur Þórarinsson og Salka Heimisdóttir.

Knattspyrna 13-18 ára: Hlynur Örn Hlöðversson og Ingibjörg Ellen Davíðsdóttir, 18 ára og eldri Ingimar Elí Hlynsson.

Golf 13-18 ára: Davíð Fannar Sigurðsson og Brynja Sigurðardóttir, 18 ára og eldri Sigurbjörn Þorgeirsson.

Heimild: Siglo.is