Íþróttamaður Dalvíkur 2012

Nefnd sem hefur unnið að endurskipulagningu reglna á kjöri Íþróttmanns Dalvíkurbyggðar hefur kynnt breytingar. Nefndina skipuðu Kristinn Ingi Valsson fulltrúi í íþrótta- og æskulýðsráði, Friðjón Árni Sigurvinsson fulltrúi í íþrótta- og æskulýðsráði og Árni Jónsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Auglýst verður eftir tilnefningum miðvikudaginn 7. nóvember og frestur til að skila inn tilnefningum miðvikudagurinn 21. nóvember.
Boðað verður til fundar mánudaginn 3. desember kl. 14:00 þar sem kosning á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar fer fram. Kosningarétt hafa þeir sem rétt hafa til að tilnefna.
Lýsing á kjöri íþróttamanns Dalvíkurbyggðar verður haldið fimmtudaginn 3. janúar klukkan 17:00.