Íþróttamaður ársins í Fjallabyggð

Tilkynnt verður um val á íþróttamanni ársins í Fjallabyggð í Allanum á Siglufirði þriðjudaginn 29. des. kl. 20.00. Það eru Kiwanisklúbburinn Skjöldur og Íþrótta- og ungmennasamband Fjallabyggðar sem standa að valinu. Valinn verður besti íþróttamaður hverra keppnisgreinar.  Einnig verða veittar viðurkenningar fyrir störf í íþrótta- og æskulýðsstörfum.  Flutt verða ávörp og tónlistaratriði frá Tónskóla Fjallabyggðar.

Umf Glói hefur tilnefnt þrjá í hverjum flokki í þeim íþróttagreinum sem eru í gangi hjá félaginu í ár þ.e. fimleikar og blak. Tilnefningar félagsins eru þessar í stafrófsröð í hverjum flokki:

Fimleikar stúlkur 13-18 ára:
Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir
Marín Líf Gautadóttir
Sara Sigurbjörnsdóttir

Fimleikar drengir 13-18 ára:
Moise Bongrand
Patrekur Þórarinsson
Þorgeir Örn Sigurbjörnsson

Blak stúlkur 13-18 ára:
Sif Þórisdóttir
Sólrún Anna Ingvarsdóttir
Vaka Rán Þórisdóttir

Blak 19 ára og eldri:
Anna María Björnsdóttir
Óskar Þórðarson
Sigurlaug Guðbrandsdóttir