Tilkynnt verður um val á íþróttamanni ársins 2013 í Fjallabyggð í dag á Allanum Siglufirði. Athöfnin hefst kl 17:00. Skíðamaðurinn Sævar Birgisson hefur verið valinn s.l. 2 ár þannig mikil spenna er hver hreppir tililinn í ár.
Dagskrá:
- Ávarp forseta Skjaldar – Oddbjörn Magnússon
- Tónlistaratriði frá Tónskóla Fjallabyggðar
- Ávarp Íþróttamanns Fjallabyggðar 2012 – Sævar Birgisson
- Tónlistaratriði frá Tónskóla Fjallabyggðar
- Hlé – veitingar í boði Fjallabyggðar
- Dregið í boðsmiðahappdrætti
- Tónlistaratriði frá Tónskóla Fjallabyggðar
- Val á besta manni hverrar íþróttagreinar
- Viðurkenning veitt fyrir störf að íþrótta- og æskulýðsmálum
- Ávarp formanns UIF – Guðný Helgadóttir
- Íþróttamaður ársins valinn
Valinn er íþróttamaður hverrar greinar.
Ungur og efnilegur í 13-18 ára, stúlkur og drengir.
19 ára og eldri – íþróttamaður ársins 2013 er valinn úr þeim hópi.
Öllum er heimill aðgangur. Allir hvattir til að mæta og heiðra íþróttafólkið okkar.
Ungmenna og íþróttasamband Fjallabyggðar og Kiwanisklúbburinn Skjöldur.