Íþróttafólk Þórs 2017

Körfuknattleiksmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason og knattspyrnukonan Sandra Stephany Mayor Gutierrez eru íþróttafólk Þórs 2017, en þetta var gert opinbert á hófi sem fram fór 27. desember síðastliðinn. Kynnir kvöldsins var Haraldur Ingólfsson og voru gestir alls um 120.

Hápunktur kvöldsins var þegar kjöri á íþróttafólki Þórs var lýst, í kjöri var íþróttafólk deilda:

 • Knattspyrna: Orri Sigurjónsson og Sandra Stephany Mayor Gutierrez
 • Körfuknattleikur: Tryggvi Snær Hlinason og Heiða Hlín Björnsdóttir
 • Keila: Guðbjörg Sigurðardóttir og Ólafur Þór Hjaltalín
 • Píla: Bjarni Sigurðsson og Jóhanna Bergsdóttir
 • Handknattleiksmaður Þórs – Hafþór Már Vignisson
 • Taekwondodeild Þórs tilnefndi engan að þessu sinni.

  Það er aðalstjórn Þórs sem kýs íþróttafólk Þórs úr þessum hópi þ.e. karl og konu.

  Félagar voru heiðraðir, Brynjar Davíðsson flutti lag Bjarna Hafþórs Helgasonar ,,Ég er Þórsari“. Þorgrímur Þráinsson fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu var aðalræðumaður kvöldsins.

  Heiðursviðurkenningar

  Aðalstjórn Þórs upplýsti að á fundi stjórnar þann 21. desember síðastliðinn að gera Hreiðar Gíslason að heiðursfélaga í Þór. Einnig var samþykkt á sama fundi að veita þeim Svanbergi Snorrasyni og Önnu Friðjónsdóttur silfurmerki Þórs og Þorsteini Veigari Árnasyni gullmerki Þórs.

Heimild og mynd: Thorsport.is