Íþróttafélögin í Fjallabyggð fá 1,5 milljóna viðbótarframlag

Á vormánuðum 2020 gerði mennta- og menningarmálaráðherra samning við ÍSÍ um að allt að 450 milljónir króna yrði varið til íþróttahreyfingarinnar í fyrsta lið í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að bæta það tjón sem einingar innan hennar urðu fyrir vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins. Var þeim fjármunum ráðstafað með tveimur mismunandi aðferðum og greitt til íþróttafélaga vorið 2020, svokallaðar almennar aðgerðir, og til íþróttafélaga, deilda, sérsambanda og íþróttahéraða að hausti, svokallaðar sértækar aðgerðir.

Í lok árs 2020 samþykkti Alþingi viðbótarframlag að upphæð kr. 300 milljónir til íþróttahreyfingarinnar til úthlutunar til íþróttafélaga sem starfrækja skipulagt íþróttastarf fyrir börn og unglinga 6-18 ára.

Íþróttafélögin í Fjallabyggð fá tæplega 1,5 milljón sem skiptist á milli félaganna úr þessari úthlutun.