Íþróttafélagið Þór fær styrk vegna kvennaliðs

Sigfús Helgason framkvæmdastjóri Þórs, hefur óskað eftir 300.000 kr. styrk frá Akureyrarbæ vegna þátttöku kvennaliðs Þórs/KA í knattspyrnu í Evrópukeppni í lok september og byrjun október.

Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að styrkja kvennalið Þórs/KA að upphæð kr. 300.000.