Íþróttafélagið Magni frá Grenivík 100 ára

Íþróttafélagið Magni frá Grenivík er 100 ára en félagið var stofnað þann 10. júlí árið 1915. Félagið mun halda formlega upp á afmælið helgina 14.-16. ágúst á Grenivíkurgleði.

Magni heldur úti fótboltaliði í 3. deild karla sem hefur staðið sig alveg einstaklega vel á afmælisárinu og er langhæst í sinni deild með 8 sigra í 9 leikjum, auk þess sem það býður upp á öflugt barnastarf með fótboltalið í flestum yngri flokkum. Í tilefni dagsins drógu bæjarbúar fána að húni og flykktust á völlinn til að fylgjast með fyrsta heimaleik meistaraflokks Magna á Grenivíkurvelli en þeir tóku á móti Berserkjum frá Reykjavík. Leikurinn fór 4-0 fyrir Magna. Félagið bauð gestum leiksins upp á grillaðar pylsur og drykk í tilefni afmælisins og leikmenn félagsins gengu inn á völlinn í upphafi leiks í bolum merktum útmeða, sem er átaks- og forvarnarverkefni gegn sjálfsvígum ungra karla á Íslandi og sýndu þannig málefninu stuðning.

11403508_10207239686539953_476048003268402724_ncopy2

Heimild og myndir: grenivik.is