Ísmaðurinn 2017 á skíðasvæði Tindastóls

Keppt verður um titilinn Ísmaðurinn 2017 á skíðasvæði Tindastóls laugardaginn 29. apríl kl. 11:00.  Keppnin hefst á því að byrjað verður frá lyftuenda á toppi skíðasvæðisins. Þá eru hlaupnir u.þ.b. 300 metrar með skíðin með sér. Farið er á skíðum niður að lækjarmótun, síðan upp bratta hlíð u.þ.b 40 metra og endað á því að skokka 600 metra eftir veginum og í mark.

Keppandi skal skila sér í mark með þann búnað sem hann lagði á stað með.  Öðruvísi og ögrandi keppni fyrir skemmtilegt fólk.

Verðlaun:

1. sæti 40.000kr
2. sæti 20.000kr
3.sæti 10.000kr