Íslenska gámafélagið biðst afsökunar á sorphirðumáli í Fjallabyggð

Íslenska gámafélagið sem sér um sorphirðu í Fjallabyggð hefur beðist afsökunar á atviki þar sem flokkað sorp var  losað í sama sorphirðubílinn.  Ábendingar íbúa í Fjallabyggð var til þess að sveitarfélagið hafði samband við forsvarsmenn Íslenska gámafélagsins vegna málsins. Íslenska gámafélagið segist hafa farið yfir málið og komið í veg fyrir að þetta gerist aftur.

Fjallabyggð hefur ákveðið að í sumar fari fram kynning meðal íbúðareigenda vegna flokkunar á sorpi og einnig verða gerðar betri leiðbeiningar á heimasíðu sveitarfélagsins.