Íslenska Gámafélagið bauð lægst í sorphirðu í Fjallabyggð

Í september var útboð vegna sorphirðu í Fjallabyggð. Tvö tilboð bárust annað frá Gámaþjónustu Norðurlands að upphæð 64.903.980 og hitt frá Íslenska gámafélaginu að upphæð 50.787.000. kr.

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði lægst bjóðanda, Íslenska Gámafélagsins að upphæð 50.787.000. kr.

Íslenska Gámafélagið var stofnað árið 1999.  Félagið sér um að þjónusta flestar móttökustöðvar Sorpu , ásamt því að þjónusta rúmlega 3000 önnur fyrirtæki.