Íslensk síldarsöltun í tveimur löndum í dag

Það verður íslensk síldarsöltun í tveimur löndum í dag, en söltunarliðið frá Síldarminjasafni Íslands er statt í Karlskrona í Svíþjóð og verður með sýningu á samnorrænni strandmenningarhátíð þar kl. 11 og kl. 16. Þá verður að vanda söltunarsýning á Síldarminjasafninu á  Siglufirði kl. 15 í dag.