Íslandsstofa í ferðasýningu í Hollandi

Íslandsstofa tekur þátt í ferðasýningunni Dutch Tourism Expo sem fram fer í Utrecht í Hollandi dagana 10. og 11. janúar 2012.

Sýningin er haldin á hverju ári og er stærsta ferðasýningin á hollenska markaðnum; á síðasta ári sóttu hana rúmlega 15 þúsund fagaðilar. Íslandsstofa tekur þátt með eigin sýningarstand, sem einnig verður virkur dagana á eftir þegar almenningur fyllir sýningarhallirnar á Vakantiebeurs sýningunni.

Dutch Tourism Expo býður fyrirtækjum í ferðaþjónustu upp á kjörið tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum í Hollandi.  Vert er að minna á að beint flug er til Hollands allt árið um kring og hefur vetrarferðarmarkaðurinn þar vaxið jafnt og þétt.

Síðasti skráningardagur er 6. desember.

Nánari upplýsingar veitir Davíð Jóhannsson hjá Íslandsstofu í Berlín, david@islandsstofa.is eða í síma 0049 30 5050 4140.

Nánari upplýsingar um Dutch Tourism Expo

Skráning er á www.ferdamalastofa.is