Íslandsmót yngri flokka í knattspyrnu er hafið

Íslandsmót yngri flokka í knattspyrnu hófst í lok maí. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar er með sameiginlegt lið með Dalvík í 4. flokki og heitir liðið KF/Dalvík og spilar í 4. flokki A-liða í E-riðli ásamt Tindastól, Kormák/Hvöt, Hetti, Völsungi, Fjarðarbyggð/Leikni/Einherja. En algengt er að liðin á Norður- og Austurlandi séu með sameiginleg lið þar sem lítil bæjarfélög eru til að mynda sterkari lið og ná að manna lið.

KF/Dalvíkur lék fyrsta leikinn 31. maí síðastliðinn við sameiginlegt lið Fjarðarbyggðar/Leikni/Einherja. Leikið var á Norðfjarðarvelli á Neskaupsstað, sem er gervigras og var því nokkuð langt ferðalag fyrir drengina að fara í þennan leik. Það er skemmst frá því að segja að leikurinn tapaðst 21-0 samkvæmt upplýsingum af vef KSÍ. Næsti leikur drengjanna er gegn Kormáki/Hvöt á Ólafsfjarðarvelli, miðvikudaginn 6. júní kl. 17:00. Strákarnir þiggja örugglega stuðning ykkar á vellinum. Eins og síðustu ár mun vefurinn greina frá helstu úrslitum sumarsins í yngri flokkum KF. Foreldrar og forráðamenn mega gjarnan senda liðsmyndir af leikjum sumarsins til vefsins.