Íslandsmót í Fjallabruni á Akureyri
Íslandsmótið í Fjallabruni verður á Akureyri í dag, laugardaginn 30. júlí kl. 17:00. Brunað verður niður Downhill braut samhliða skíðalyftum í Hlíðarfjalli. Þetta er einn skemmtilegasti viðburður fyrir hjólaáhugamenn sem er í boði um helgina.