Íslandsmót í blaki í Fjallabyggð

Um helgina fer fram fyrsta mót af þremur á Íslandsmóti neðrideilda í blaki. Í Fjallabyggð koma saman 24 lið sem spila í 2. og 3. deild kvenna, þ.e. 12 lið eru í hvorri deild og þar af er Blakfélag Fjallabyggðar með eitt lið í báðum deildum. Spilaðir verða 60 leikir þar sem hvert lið spilar fimm leiki (3 á laugardeginum og 2 á sunnudeginum).
Á laugardeginum hefjast fyrstu leikir kl 08:00 í báðum íþróttahúsum Fjallabyggðar. Áætlað er að leikjum ljúki kl. 10:20 á Ólafsfirði en kl. 19:40 á Siglufirði. Á sunnudeginum er spilað á Siglufirði og hefjast leikir kl 08:00 og áætlað að síðustu leikjum ljúki kl 17:20.

Leikir Blakfélags Fjallabyggðar er sem hér segir:

BF (2.deild kvenna): Laugardagur kl 08:00 við Þrótt Reykjavík, kl. 10:20 við HK F og 13:50 við Álftanes. Á sunnudeginum spilar liðið kl 12:40 við Hrunamenn og kl. 16:10 við HK G.
BF B (3.deild kvenna): Laugardagur kl. 09:10 við Gróttu, kl. 15:00 við Krækjur og kl. 18:30 við Þrótt Neskaupsstað. Á sunnudeginum spilar liðið kl. 09:10 við Grundarfjörð og kl. 13:50 við Dímon/Heklu.
Allir leikir BF liðanna fara fram í íþróttahúsinu á Siglufirði.
Íbúar Fjallabyggðar eru hvattir til að kíkja á leikina og fylgjast með blakveislunni og eiga áhorfendur á að ganga inn í íþróttahúsið á Siglufirði að sunnanverðu.
Hér er hægt að finna upplýsingar um alla leiki ásamt úrslitum í hvorri deild:
2.deild kvenna: http://bli-web.dataproject.com/CompetitionHome.aspx?ID=21
3.deild kvenna: http://bli-web.dataproject.com/CompetitionHome.aspx?ID=22