Íslandsmótið í blaki kvenna hófst í gær á Siglufirði, og áfram verður leikið í dag. Um er að ræða 3.-5. deildir kvenna og fara leikir fram í Íþróttahúsinu á Siglufirði. Meðal liða sem taka þátt eru HK, Þróttur Rvk, Fylkir, Afturelding, Stjarnan,Grótta,ÍBV, Hamar, Kormákur, Hrunamenn og fleiri.
UMF Glói (Skriður) frá Siglufirði léku í gær við Kormák(Birnur), og vannst leikurinn 2-0 fyrir UMF Glóa. Þá tók Þróttur Rvk-b á móti UMF Glóa(Skriðum) og vann UMF Glói með tveimur hrinum gegn engri, en þessir leikir voru í 5. deild kvenna.
Þá lék UMF Glói(Súlur) í 4. deild kvenna í gær við HK-E, og unnu UMF Glói með tveimur hrinum gegn engri. Síðar um daginn léku UFM Glói(Súlur) við Fylkir-D og unnu einnig 2-0. Bresi-B léku við UMF Glóa(Súlur) seint í gær, og unnu UMF Glói aftur, 0-2.

Related