Íslandsmeistaramót í fjallahjólreiðum í Ólafsfirði

Skíðafélag Ólafsfjarðar í samstarfi við Hjólreiðafélag Akureyrar heldur Íslandsmeistaramót í fjallahjólreiðum í Ólafsfirði laugardaginn 21. júlí kl. 12:00. Keppnin fer fram á lokaðari braut á skíðasvæði Skíðafélags Ólafsfjarðar, Tindaöxl. Brautin er gönguskíðabraut en hefur verið lagfærð og breytt fyrir fjallahjólakeppnina til að gera hana fjölbreytta, tæknilega og skemmtilega.  Einnig verður boðið uppá almenningskeppni í unglinga- og fullorðinsflokkum í sömu braut en skráning í þá keppni er á vef hri.is undir “Íslandsmót í fjallahjólreiðum – AM”. Afhending gagna er kl.10:00 -11:00 við mótssvæðið.

Margt verður um að vera þessa helgi í Ólafsfirði eins og  sápuboltamót og ball um kvöldið en SÓ mun sjá um barnahjólamót og samhjól á fjallahjólum frá Siglufirði til Ólafsfjarðar yfir Botnsheiði á sunnudeginum. Nánari upplýsingar koma síðar.

Skráning fer fram á heimasíðu hri.is.

Nánari upplýsingar:

Hjól

Keppendur fylga reglum HRÍ um viðurkennd keppnishjól. Eingöngu fjallahjól eru leyfð (26, 27.5, 29 tommu dekk).

Búnaður

Allir skulu nota hjálm í keppninni og skulu hjólin vera lögleg samkvæmr UCI reglum og í góðu standi

Brautarskoðanir

Brautarskoðun föstudaginn 20. júlí kl. 18:00 og 20:00, laugardaginn 21. júlí kl. 10:00.  Mæting við Skíðaskálann Í Tindaöxl.

Reglur

Íslandsbikarmótskeppendur fylga reglum HRÍ um viðurkennd keppnishjól. Hjálmaskylda er í öllum keppnum og skulu hjól vera lögleg og allur búnaður í lagi.  Brautin er ca. 4,5 km að lengd en getur tekið breytingum fram að keppni, nánari upplýsingar um hana koma fljótlega.

Elite KK hjóla 5 hringi  (23 ára og eldri á árinu)

Elite KVK hjóla 4 hringi  (23 ára og eldri á árinu)

U23 KK hjóla 5 hringi (19-22 ára á árinu)

U23 KVK hjóla 4 hringi (19-22 ára á árinu)

Junior KK hjóla 4 hringi (17-18 ára á árinu)

Junior KVK hjóla 3 hringi (17-18 ára á árinu)

Í Íslandsmeistaramótum HRÍ er keppt í Elite og Junior flokki og því hljóta einungis keppendur í þeim flokkum Íslandsbikar.

Keppnisfyrirkomulag: Hópstart nema þátttaka kalli á annað. Mótstjórn áskilur sér rétt til að ræsa flokka á mismunandi tímum ef skráningafjöldi er mikill sem og að breyta fjölda hringja ef breyta þarf braut.