Íslandsmeistaramót í fjallahjólreiðum verður haldið í lokaðri braut á Ólafsfirði laugardaginn 21.júlí, kl. 12:00. Almenningsmót fer einnig fram með Íslandsmótinu og hefst einnig kl. 12:00.  Keppnisgjald er 4.000 kr og innifalið í mótsgjaldinu er matur að lokinni keppni, frítt í sund og miði á Sápuboltadansleik í Tjarnarborg um kvöldið.

Í tengslum við Íslandsmeistaramótið í fjallahjólreiðum verður samhjól og barnamót á sunnudeginum 22. júlí.
Barnamótið verður haldið við mótorkrossbrautina á Ólafsfirði á sunnudag kl. 14:00. Mótið er ætlað börnum 12 ára og yngri og er þátttökugjald 500 kr. Skráning í mótið er á netfangið krihau@simnet.is.

Ætlunin var að hafa samhjól kl. 09:00 sunnudaginn 22. júlí og hjólað yrði frá Siglufirði til Ólafsfjarðar um Botnaleið ef verður leyfir, annars yrði breytt í óvissuferð. Skráning á krihau@simnet.is.