Íslander – stutt heimildarmyndband

Stutt kynningarmyndband.

 

Íslander er ný stutt heimildarmynd sem fjallar um heimboð Íslendinga haustið 2011 í tengslum við markaðsátakið Inspired by Iceland.

Fjölmargir Íslendingar tóku þátt í verkefninu með því að bjóða erlendum ferðamönnum að sækja sig heim, eða taka þátt í daglegu lífi Íslendinga með öðrum hætti. Þeirra á meðal voru Jón Gnarr Borgarstjóri Reykjavíkur og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, auk forsetahjónanna sem buðu upp á pönnukökur á Bessastöðum.

Í myndinni er fylgst með samskiptum Íslendinga og erlendra gesta þeirra á þessum einstöku stefnumótum. Þar má sjá ferðamenn í hlaupatúr með Hlaupasamtökum lýðveldisins, þiggja kennslu í prjónaskap, borða sushi með borgarstjóranum og ljósmyndaferð á Vatnajökul svo eitthvað sé nefnt.

Í fullri lengd.