Ísar ehf lægstbjóðandi endurbyggingu Bæjarbryggju
Í dag voru opnuð hjá Vegagerðinni tilboð í endurbyggingu á Bæjarbryggju á Siglufirði en Hafnarsjóður Fjallabyggðar hafði óskað eftir tilboðum í verkið. Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. júní 2016. Lægstbjóðandi var Ísar ehf úr Kópavogi, en tilboð þeirra var upp á 175.777.000 kr, en áætlaður kostnaður er 166.832.500 kr.
Helstu verkþættir og magntölur eru:
- Brjóta og fjarlægja kant, polla og þekju á núverandi Bæjarbryggju, um 205 m.
- Fylling og kjarni, 22.000 m³.
- Jarðvinna, uppúrtekt og þjöppun.
- Reka niður 162 stálþilsplötur og ganga frá stagbitum og stögum.
- Steypa um 227 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.
- Grjótgarður, um 60 m langur.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Venus ehf., Reykjavík | 350.463.220 | 210,1 | 174.686 |
AK flutningar ehf., Reykjavík | 319.963.620 | 191,8 | 144.187 |
ÍAV hf., Reykjavík | 240.750.250 | 144,3 | 64.973 |
Ísar ehf., Kópavogi | 175.777.000 | 105,4 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 166.832.500 | 100,0 | -8.945 |