Írskir listamenn sýna í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Laugardaginn 7. febrúar næstkomandi opna Írsku listamennirnir Joe Scullion og Sinéad Onóra Kennedy sýninguna SAMANSAFN / ASSEMBLE í kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Þau hafa dvalið í Listhúsinu á Ólafsfirði undanfarna tvo mánuði og unnið að list sinni. Sinéad og Joe vinna alla jafna málverk og skúlptúra en hafa tileinkað teikningunni tímann í Listhúsinu.  Heitt á könnunni og allir velkomnir, og opnar húsið klukkan 15:00.

Nánar má lesa á Fjallabyggð.is