Um miðjan ágúst óskaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eftir því að Byggðastofnun tæki saman upplýsingar um mat á byggðalegum áhrifum viðskiptabanns Rússa.  Fram kemur í nýrri skýrslu Byggðastofnunar að bannið hafi lítil eða engin áhrif á Fjallabyggð, Skagaströnd, Skagafjörð, Dalvíkurbyggð, Akureyri, Grenivík og Húsavík. Skýrsluna má lesa í heild sinni hér.
Samkvæmt upplýsingum sem aflað var eru áhrif innflutningsbannsins á einstök byggðarlög sem
hér segir að mati starfsmanna Byggðastofnunar:
Lítil áhrif/engin áhrif:
Grindavík, Sandgerði, Reykjanesbær, Reykjavík, Hafnarfjörður, Akranes, Búðardalur, Patreksfjörður, Tálknafjörður, Suðureyri, Flateyri, Þingeyri, Bolungarvík, Ísafjörður, Hólmavík, Skagaströnd, Sauðárkrókur, Siglufjörður/Ólafsfjörður, Dalvík, Akureyri, Grenivík, Húsavík, Seyðisfjörður.
Mikil áhrif:
Þórshöfn, Raufarhöfn, Vopnafjörður, Neskaupstaður, Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður,Höfn, Vestmannaeyjar, Snæfellsbær, Garður.
20738538633_f94bb3a424_z