Inga Þórunn Waage er nýr kennari við Menntaskólann á Tröllaskaga og kennir hún þar ensku og mannkynssögu. Inga lauk kennsluréttindum frá Háskólanum á Akureyri vorið 2022 og var í æfingakennslu hjá MTR í námi sínu. Hún er fædd í Reykjavík og tók stúdentspróf af nýmálabraut frá Menntaskólanum í Reykjavík. Eftir það lá leiðin til Ástralíu þar sem hún sótti sér diplómu í ljósmyndun áður en hélt aftur á heimaslóðir og lauk BA í ensku við Háskóla Íslands.

Eftir BA námið flutti hún til Berlínar og nam enskar bókmenntir, menningu og miðlun við Humboldt Univerität zu Berlin. Eftir að meistaranámi lauk vann hún í Berlín og Barselóna í nokkur ár við þýðingar, kennslu og textasmíðar. Færði sig svo um set og hóf störf hjá hugbúnaðarfyrirtækinu GODO í Reykjavík og vann þar til 2019. Þá söðlaði hún enn um og flutti norður á Siglufjörð með fjölskylduna og hóf störf hjá Síldarminjasafni Íslands þar sem hún vann við varðveislu og miðlun þar til hún hóf störf hjá MTR í haust.

Frá þessu var greint á vef mtr.is.