Meistaramót ÍA fór fram um helgina en mótið var haldið í TBR húsinu í Reykjavík vegna lokunar íþróttahússins á Akranesi.
Fjórir keppendur frá TBS tóku þátt á Meistaramóti ÍA sem fram fór í TBR húsinu í Reykjavík.
Arnar Þór og Sebastían spiluðu í tvíliðaleik í 2. deild og fóru alla leið í undanúrslit, en náðu ekki sigri þar.
Sebastían og Sigurlaug spiluðu tvenndarleik í 2. deild og töpuðu í áttaliða úrslitum.
Kristófer Þór, Sebastían og Sigurlaug spiluðu í 2. deild í einliðaleik. Sigurlaug endaði í 2. sæti eftir tvo sigra og eitt tap. Kristófer sigraði tvo leiki en tapaði einum og komst ekki upp úr riðlinum. Sebastían vann sína leiki í riðlinum en tapaði í undanúrslitum.
Keppendurnir voru mættir snemma á laugardagsmorgun til keppa og lauk keppni á sunnudeginum.
TBS greindi fyrst frá þessu á samfélagsmiðlum auk mynda.