Laugardaginn 16. desember fór fram síðasta unglingamót ársins í badminton en það var Jólamót TBR sem er einliðaleiksmót sem haldið var í Reykjavík. Þrír keppendur frá Tennis og Badmintonfélagi Siglufjarðar tóku þátt.
Steingrímur Árni og Sebastían kepptu í U15 A-flokk þar sem Sebastían endaði í 2. sæti en Steingrímur komst ekki upp úr riðlinum sínum.
Marínó keppti í U13 A-flokk þar sem hann komst ekki áfram úr riðlinum sínum.
Næsta mót hjá unglingum í TBS er Reykjavík Internation Games (RIG) sem er fyrstu helgina í febrúar.