Frá vorinu 2022 hefur Ida Semey unnið að samsettri list, aðallega með textíl, akrýlmálningu, olíumálningu, auk annarra efna. Verkin endurspegla þrá hennar til að þróa nýjar leiðir í verkum sínum með því að blanda saman áferð og efni og móta þannig myndverk á striga.
Sýningin opnar á Kaffi Klöru í Ólafsfirði, laugardaginn 2. júlí kl. 15-17 og stendur í tvær vikur eftir opnunardag.