Íbúum fækkað um 15 frá áramótum í Fjallabyggð

Íbúar Fjallabyggðar eru nú alls 1972 og hefur fækkað um 0,8% eða um 15 manns frá því í desember 2020. Frá desember 2019 hefur íbúum fækkað um 35.

Íbúar á Dalvík eru nú 1863 og hefur fjölgað um tvo frá áramótum eða um 0,1%. Íbúafjöldinn var í desember 2019 alls 1902.

Þá búa núna 19.354 á Akureyri og hefur fjöldað þar um 137 frá því í desember 2020, eða um 0,7%.

Á öllu Norðurlandi eystra hefur fjöldað um 192 frá áramótum, eða um 0,6%.

Íbúaþróun Fjallabyggðar. Tölur frá Hagstofunni.