Íbúar Fjallabyggðar voru 1980 þann 1. október síðastliðinn. Íbúum hafði fjölgað um 9 frá 1. desember 2021, eða um 0,5%.

Íbúum í Dalvíkurbyggð hafði fjölgað um 44 á sama tímabili eða 2,4%. Íbúafjöldi í Dalvíkurbyggð er núna 1906.

Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði um 266 eða 1,4% á tímabilinu og er íbúafjöldi þar núna 19.849.

Í Norðurþingi fjölgaði íbúum um 3,7% eða 112 manns, en fjöldi íbúa þar er núna 3150.

Þetta kemur fram í gögnum frá Þjóðskrá.