Í ár verður ein stór grillveisla fyrir íbúa og gesti í upphafi Síldarævintýris, í stað minni hverfisgrilla.
Sameiginlegt grill fyrir íbúa Siglufjarðar verður á skólabala hefst kl. 18.00 fimmtudaginn 3. ágúst.
Kjarnafæði, Kjörbúðin og Aðalbakarí leggja til pylsur, meðlæti og pylsubrauð. Gestir mega þó grípa með sér pylsur og brauð að heiman og leggja í púkkið.
Fjallabyggð mun leggja til stóla og borð en til að vera öruggur um sæti er gott að koma með sinn eigin stól!
Á skólabalanum er mikið af leikjækum fyrir börnin og sparkvöllur og körfuboltavöllur svo börn á öllum aldri ættu að finna sér eitthvað að gera.