Íbúar Norðurþings orðnir 3000

Íbúar Norðurþings eru nú orðnir þrjú þúsund talsins. Þegar þau Sveinbjörn Árni Lund og Tinna Ósk Óskarsdóttir eignuðust sinn annan son þann 19. maí síðastliðinn náðu íbúar Norðurþings þessum áfanga.

Í tilefni þessara tímamóta færði Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings fjölskyldunni örlítinn viðurkenningarvott frá sveitarfélaginu.