Íbúar á einu heimili Heilsuverndar hjúkrunarheimila á Hlíð eru nú komnir í sóttkví eða smitgát ásamt nokkrum starfsmönnum vegna smits sem greindist hjá einum starfsmanni seinni partinn í gær, föstudag. Um er að ræða Furu- og Víðihlíð og verður lokað fyrir allar heimsóknir á það heimili til og með 4. október en þá lýkur sóttkví að því gefnu að enginn greinist jákvæður í sýnatöku þann dag. Fréttin birtist fyrst á vef Hlíð.is
Búið er að upplýsa alla íbúa og verið er að hafa samband við aðstandendur þeirra.
Aðgerðir á Víði- og Furuhlíð hafa ekki áhrif á starfsemi annarra eininga Heilsuverndar hjúkrunarheimila þar sem lífið gengur sinn vanagang. Þar eru heimsóknir leyfðar en vegna fjölgunar smita undanfarna daga á svæðinu þá beinum við þeim tilmælum til aðstandenda að þeir takmarki heimsóknir.
Aukning smita er aðallega meðal óbólusettra barna og ungmenna og því óæskilegt að sá hópur komi í heimsókn að sinni.
Heimild: hlid.is.