Íbúafundur í Hörgársveit

Laugardaginn 26. janúar kl. 10:00 verður haldinn íbúafundur í Hlíðarbæ í Hörgársveit. Menningar- og tómstundamál verða til umræðu.  Frummælendur verða Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og Alfa Aradóttir, forstöðumaður æskulýðsmála í Rósenborg.

Fundur af þessu tagi var haldinn í haust að Hrauni í Öxnadal og var hann stórskemmtilegur og afar fróðlegur. Þátttaka hefði mátt vera meiri og voru fundarmenn sammála um að nauðsynlegt væri að halda annan fund eftir áramót og vonast eftir betri þátttöku íbúa.