Í landlegu eftir Þórarinn Hannesson

Í landlegu er einleikur eftir Þórarinn Hannesson sem hann samdi með Bátahús Síldarminjasafnsins í huga. Hugmyndina fékk hann í lok árs 2012 og rúmu ári síðar hóf hann að koma því á blað, og lauk að mestu við skrifin á Spáni árið 2014. Verkið var svo frumsýnt í Bátahúsi Síldarminjasafnsins á Siglufirði þann 29. júlí árið 2014. Einleikurinn er um 40 mínútna langur og hefur Þórarinn sýnt verkið 17 sinnum, oftast í Bátahúsi Síldarminjasafnsins.  Sýningin hefur meðal annars verið sýnd reglulega fyrir nemendur Menntaskólans á Akureyri.

Sögusvið einleiksins er Siglufjörður á árunum 1955-1960 og lífið og fjörið í kringum síldina. Ýmis fróðleikur er falinn í verkinu en það er þó létt og skemmtilegt, kryddað með söng, dansi og kveðskap.

  • Höfundur og leikari: Þórarinn Hannesson
  • Búningar: Síldarminjasafn Íslands og Elín Anna Gestsdóttir.
  • Tónlist: Þórarinn Hannesson – auk íslenskra þjóðlaga og vinsælla laga frá árunum 1955 – 1960.