Í Hjarta bæjarins á Siglufirði

Hjarta bæjarins er nýlegt fjölskyldufyrirtæki á Siglufirði sem var stofnað í desember 2016. Verslunin er nýlega flutt á Aðalgötu 28a þar sem Aðalbakarí var áður til húsa. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu á hönnun og handverki sem eiga rætur í Fjallabyggð og einnig garni og gjafavöru. Hönnun frá yfir 40 aðilum tengdum Fjallabyggð eru til sölu hjá Hjarta bæjarins. Fyrirtækið hefur nýlega látið vinna fyrir sig heimasíðu þar sem hægt verður að versla vörur í vefverslun. Fyrirtækið er umboðsaðili á Íslandi fyrir hágæða garn frá swissneska framleiðandanum LANG YARNS.