Hyrnumenn í 3. sæti í Öldungi

Hyrnumenn-A frá Siglufirði gerðu góða ferð á öldungamótið í blaki sem haldið var um helgina á Neskaupsstað og á Reyðarfirði. Liðið spilaði í 2. deild karla og endaði í 3. sæti riðilsins. Liðið lék sex leiki og fékk 10 stig, vann alls 10 hrinur og töpuðu 5 hrinum. Liðsmenn Hyrnunnar eru þekkt andlit á Siglufirði, en þetta eru þeir: Þórarinn Hannesson, Óskar Þórðarson, Kristinn Reimarsson, Gunnlaugur Stefán Guðleifsson, Daníel Pétur Daníelsson, Jón Hrólfur Baldursson, Ólafur Björnsson og Óli Agnarsson. Liðið vann Aftureldingu, Fylki, Rima A, og Völsung, en töpuðu gegn KA 96 og Hamar A. Þrír leikirnir enduðu í odda hrinu.

11218692_10205649287284790_7173688805300816340_n 11202579_10205649290004858_7451087940096606437_n
Myndir: Frá Facebook, Gunnlaugur Guðlaugsson.