Hyggjast byggja tvo strandblakvelli á Dalvík

Blakfélagið Rimar í Dalvíkurbyggð hefur óskað eftir styrk byggðarráði Dalvíkurbyggðar til að útbúa tvo strandblakvelli í sveitarfélaginu. Ört vaxandi áhugi er á strandblaki vill blakfélagið byggja tvo samliggjandi velli í Dalvíkurbyggð. Kostnaðaráætlun fyrir  verkið er tæpar 4 milljónir króna. Dalvíkurbyggð hyggst styrkja félagið um 2 milljónir króna vegna verksins. Endanleg staðsetning liggur ekki fyrir.