Hvetja til stofnunar vettvangsliðateymis í Fjallabyggð

Bæjarráð Fjallabyggðar fundaði í gær um málefni Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, þar sem farið var yfir stöðu sjúkraflutninga í sveitarfélaginu. Á fundinn mættu Anna Gilsdóttir, gæðastjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og yfirhjúkrunarfræðingur í Fjallabyggð, og Valþór Stefánsson yfirlæknir.

Þau hvöttu til þess að stofnað yrði vettvangsliðateymi til að tryggja öryggi íbúana í ljósi niðurstöðu ráðherra.

Ólafsfjörður