Hvessir við utanverðan Tröllaskaga og Eyjafjörð í kvöld

Veður fer versnandi í kvöld um landið norðanvert, það hvessir og gerir hríðaveður. Við Eyjafjörð og við utanverðan Tröllaskaga, og áfram austur með ströndinni og yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi.  Á Austfjörðum snjóar líka og með blindu á fjallvegum, en ekki fyrr en í nótt og í fyrramálið.

Á Norðurlandi vestra er mikið autt á láglendi en hálka og éljagangur er á Þverárfjalli. Það eru hálkublettir á Öxnadalsheiði en snjóþekja og hálka á utanverðum Tröllaskaga. Austan Eyjafjarðar er víða nokkur hálka eða snjóþekja, og él eða skafrenningur.

Vegagerðin greinir frá þessu síðdegis í dag.