Hverfisgata 17 rifin á Siglufirði

Fjallabyggð hefur samþykkt tilboð frá Sölva Sölvasyni ehf. um niðurrif á húsi við Hverfisgötu 17 á Siglufirði. Sveitarfélagið hafði gert verðkönnun og fengum tvö tilboð í verkið.  Sölvi Sölvason ehf. var lægstbjóðandi með 2.150.000 kr. og bauð Bás ehf. 2.320.000 kr.  Ljúka þarf verkinu fyrir 30. desember næstkomandi.  Húsið er einbýlishús byggt árið 1939 og er 157 fm á stærð.

Fyrir fjórum árum þá fauk hluti þaksins af húsinu í heilu lagi og lenti á götunni, en þá var mikið hvassviðri á Siglufirði.