Hver sigrar Ræsingu í Fjallabyggð?

Alls bárust 13 umsóknir í nýsköpunarkeppnina Ræsing í Fjallabyggð. Sex verkefni voru valin til áframhaldandi þátttöku, en tvö þeirra drógu sig til baka úr keppninni. Þau sem voru valin eru:

  • Beint frá báti. Umsækjandi Vigfús Rúnarsson, nemi.
  • Jarðskjálfta- og norðurljósamiðstöð á Tröllaskaga. Umsækjandi Ármann Viðar Sigurðsson, byggingartæknifræðingur.
  • Kláfur á Múlakollu. Umsækjandi Helgi Jóhannsson, viðskiptafræðingur.
  • Farþegaferja – Fólksflutningar á milli Ólafsfjarðar og Grímseyjar. Umsækjandi Sæunn Tamar Ásgeirsdóttir, viðskiptafræðingur. 

Dómnefnd hefur veitt umsækjendum frest til 16. september að skila inn viðskiptaáætlunum. Dómnefndin kemur svo saman 21. september og mun þá tilnefna sigurvegara í samkeppninni Ræsing í Fjallabyggð. Sigurvegari hlýtur allt að 1 milljón í verðlaun.