Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði hefur verið lokað síðustu daga vegna hvassviðris. Á morgun sunnudag verður hins vegar opið frá kl. 10:00. Í dag eru hviður á svæðinu á bilinu 20-25 m/s. Í gær voru hviður á bilinu 20-40 m/s en í 300 metra hæð fór ein hviðan yfir 44 m/s.