Vindur rauk upp í dag kl. 17:00 á Siglufirði, en þá mældist mesti vindur 19 m/s og 39 m/s í hviðum. Milli klukkan 17:00- og 18:00 var einnig mikil úrkoma samkvæmt mælingu frá Veðurstofu Íslands. Mældist þá 7 mm úrkoma á Siglufirði. Veður var þó orðið gott undir kvöld.