KEA hótel er rekstraraðili að Salt Gistihúsi við Aðalgötu 10 á Siglufirði. Gistiheimilið hét áður Hvanneyri til margra ára. Nafnið á Salt vísar í söguna um síldarárin á Siglufirði. Salt er góður kostur fyrir þá sem vilja ódýrari gistingu í Fjallabyggð.

Öll herbergin á Salt gistihúsi eru björt og þægileg. Alls eru 24 herbergi á Salt, tveggja manna herbergi með baðherbergi og eins manns og tveggja manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi auk þriggja manna herbergis með hjónarúmi og sófa.

Ódýrast er að taka staðgreiðsluverð á bókun, en aðeins dýrara er að velja sveigjanlegt verð með afbókunarmöguleika.

Bestu verðin ef bókað er beint af Keahotel.is