Hvað verður um Síldarævintýrið á Siglufirði?

Síldarævintýrið á Siglufirði var fyrst haldið sumarið 1991 og var haldið í 25. skiptið síðastliðið sumar. Ekki hefur tekist að manna nýja stjórn í Félag um Síldarævintýri, en stjórnin hefur sagt af sér. Á aðalfundi félagsins í janúar síðastliðnum tókst ekki að manna nýja stjórn. Tap var á hátíðinni síðastliðið ár og færri gestir en fyrri ár létu sjá sig. Fjallabyggð hyggst styrkja Síldarævintýrið um 2.750.000 krónur ef að hátíðinni verður í ár.  Ef ekki tekst að manna nýja stjórn þá eru líkur á að hátíðin leggist af eftir 25 ára veru, en erfitt getur reynst að koma slíkri hátíð aftur á koppinn ef hún fellur niður í einhver ár. Tekjur Síldarævintýris árið 2015 voru rúmlega 4,4 milljónir en gjöldin voru örlítið hærri og kom því hátíðin út í mínus.  Aðstandendur hátíðarinnar vilja að Fjallabyggð og fyrirtækin styðji betur við hátíðina til að auðvelda framkvæmd hennar.

Síldarævintýrið á Siglufirði