Um helgina fer fram æsispennandi lokaumferð í 2. deild karla í knattspyrnu. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar á heimaleik á laugardaginn við Hött/Huginn.  KF er í þeirri stöðu að þeir þurfa að vinna sinn leik og treysta á úrslit annara leikja, annars spilar liðið í 3. deildinni næsta sumar. Sama hvernig fer þá er þetta lakasti árangur liðsins frá því liðið kom í 2. deildinna árið 2020. Liðið rétt slapp í fyrra eftir góðan endasprett og var með 25 stig 10 sæti. Árið 2022 var liðið í 8. sæti með 26 stig. Árið 2021 var liðið í 5. sæti með 35 stig og er það besti árangur liðsins undanfarin ár. Árið 2020 var liðið nýliði í 2. deildinni og endaði í 6. sæti með 26 stig.

Mótið í ár hefur verið sérlega erfitt. Liðið hefur ekki unnið útileik í ár, en náð einu jafntefli á útivelli, tapað 10 leikjum. Sigrarnir 5 hafa allir komið á heimavelli en þar hefur liðið aðeins tapað þremur leikjum í deildinni í sumar.

Erfiðlega hefur gengið að skora mörkin, aðeins 24 mörk í 21 leik hingað til og hefur liðið fengið á sig 47 mörk, sem er þriðji lakast árangur í deildinni.

 

Siglufjarðar Apótek er aðalstyrktaraðili umfjallana um meistaraflokk KF í sumar eins og undanfarin ár. Á heimasíðu Siglufjarðar Apóteks getur þú pantað lyf og keypt vítamín og bætiefni, hjúkrunarvörur og snyrtivörur.

 

Höttur/Huginn sem kemur í heimsókn á Ólafsfjarðarvöll hefur tapað síðustu 5 leikjum í deildinni, og ætti því að vera góður tímapunktur að mæta þeim. Þeir hafa auk þess að engu að keppa nema stoltið og koma því stresslausir til leiks og það getur alltaf verið hættulegt fyrir andstæðinginn. H/H hafa skorað 38 mörk en fengið á sig 48.

Reynir Sandgerði er fallið en KF, Kormákur/Hvöt og KFG eru öll í hættu verði úrslitin óhagstæð.

KF þarf að einbeita sér að því að vinna sinn leik og vonast eftir hagstæðum úrslitum annara leikja.

Markahæstur hjá KF í ár er Sævar Þór með 4 mörk. Næst er það Þorsteinn Þorvaldsson, Jonas Benedikt og Vitor með 3 mörk hver.

Nýr leikmaður Victor Tomas Gonzalez Perez sem var fenginn í ágústmánuði hefur ekki skorað neitt mark í 6 leikjum. Í fyrra kom Sito til liðs við liðið undir lok júlí í fyrra skoraði á endanum 8 mörk í 11 leikjum og gerði gæfumuninn.

Það þarf því fulla stúku á Ólafsfjarðarvelli á laugardaginn kl. 14:00.

 

Siglufjarðar Apótek er aðalstyrktaraðili umfjallana um meistaraflokk KF í sumar eins og undanfarin ár. Á heimasíðu Siglufjarðar Apóteks getur þú pantað lyf og keypt vítamín og bætiefni, hjúkrunarvörur og snyrtivörur.