Húsnæði leikskólans á Hofsósi þarfnast úrbóta

Húsnæði leikskólans á Hofsósi er ekki viðunandi og þarfnast verulegra úrbóta og mikilvægt að leysa húsnæðismálin til framtíðar.  Byggðarráð Skagafjarðar hefur samþykkt að fela sveitarstjóra að koma með tillögu til úrbóta svo að myndist ekki rof á starfsemi leikskólans.

Jafnframt verði hafin hönnunarvinna á húsnæði Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi með það fyrir augum að grunn-, leik- og tónlistarskóli verði undir einu þaki. Einnig verði skoðað hvernig koma megi íþróttaaðstöðu fyrir í tengslum við þessa hönnun.