Húsinu Sigurhæð verði breytt í safn í Ólafsfirði

Uppi eru hugmyndir um að breyta húsinu Sigurhæð,  við Aðalgötu 15 í Ólafsfirði í safnahús. Afhentur hefur verið undirskriftarlisti með 523 stuðningsaðilum um breytingu á húsnæðinu í safnahús.

Hugmyndin gengur út á að stofna sjálfseignastofnun um starfsemina með aðkomu hollvinafélags.